maria franklin maria franklin

Mataræðið sem gefur húðinni ljóma

Mataræðið sem gefur húðinni ljóma

Matur | Morgunblaðið | 3.11.2024 - Grein í morgunblaðinu 3. nóv. „Ég hef ávallt aðhyllst heild­ræna meðferð, það er að segja að innra og ytra heil­brigði hald­ist í hend­ur. Hvernig þú hugs­ar um þig og ekki síður til þín er það sem skipt­ir máli. Einnig finnst mér mataræði skipta miklu máli og hef­ur miðjarðar­hafs­mataræði verið það sem hent­ar mér best,“ seg­ir Lauf­ey. Sjá nánar á mbl

Lyk­ill­inn að góðu út­liti

  • Andoxun­ar­efni: Fæða eins og ber, græn­meti og sítrusávext­ir er rík af andoxun­ar­efn­um sem auka kolla­genfram­leiðslu og vernd­ar húðina gegn skaðleg­um áhrif­um sindurefna.

  • Holl fita: Avóka­dó, feit­ur fisk­ur og hnet­ur veita lík­am­an­um nauðsyn­leg­ar fitu­sýr­ur sem halda húðinni mjúkri og rakri.

  • Raki: Mat­væli eins og ag­úrka, vatns­mel­ón­ur og kó­kos­vatn stuðla að góðum raka húðar­inn­ar og halda henni ferskri.

  • Kolla­gen: Bein­soð, sítrusávext­ir og paprika eru frá­bær fyr­ir aukna kolla­genfram­leiðslu, sem stuðlar að þétt­ari og stinn­ari húð.

  • Bólgu­eyðandi fæði: Grænt te, engi­fer og túr­merik dreg­ur úr bólg­um í húðinni og styður við jafnt og ljóm­andi yf­ir­bragð.

  • Sink: Baun­ir eru rík­ar af sinki sem hjálp­ar til við gró­anda húðar­inn­ar og varn­ar ból­um. 

Það má í raun segja að töfra­formúla fyr­ir ljóm­andi húð fel­ist í jafn­vægi nær­ing­ar, raka og andoxun­ar­efna. Með þess­um ein­földu mat­ar- og drykkju­venj­um er hægt að ná ljóm­andi og heil­brigðri hú

Heilsu­sal­at Lauf­eyj­ar

Fyr­ir 4-6

  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í olíu (hellið ol­í­unni af og setjið í sér skál og hrærið áður en hann er sett­ur sam­an við sal­atið)

  • 1 pk. frosn­ar rækj­ur, afþíða, setja klút yfir og kreista vökv­ann úr

  • 4 harðsoðin egg, skor­in í báta ef vill

  • ½ gúrka, skor­in eft­ir smekk

  • 12 kirsu­berjatóm­at­ar

  • 1 stk. paprika, skerið eft­ir smekk

  • 1 pk ferskt sal­at að eig­in vali

  • 3 gul­ræt­ur, saxaðar

  • 1 stk. stór rauðlauk­ur, smátt skor­inn

  • ½ krukka sal­atost­ur

  • Mozzar­ella­ost­ur eft­ir smekk

  • 3 msk. ólífu­olía

  • 2 msk. sítr­ónusafi

  • 1 msk. ferskt rós­marín, saxað

  • ½ tsk. salt

  • 1 msk. rif­inn par­mesanost­ur

  • 1 msk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur

  • 1 msk. kapers

Aðferð:

  1. Veljið fal­lega og veg­lega skál til að setja sal­atið í. Setjið hrá­efnið í skál­ina eft­ir því sem ykk­ur lang­ar til en allra best er að setja harðsoðnu egg­in síðast og skera þau í báta.

  2. Rífið síðan í lok­in par­mesanost­inn og sítr­ónu­börk­inn yfir.

  3. Berið fal­lega fram.

Read More
maria franklin maria franklin

Ljóminn og fegurðin kemur innan frá

Laufey býður upp á nýja byltingarkennda meðferð sem hefur vakið mikla athygli. Hér er á ferðinni CACI andlitsmótunnar meðferð sem byggist á því að endurnýja húðina og lyfta henni upp án inngrips.

Viðtal í fréttablaðinu - 2. júní 2022

„Ég er með alla almenna snyrtiþjónustu, en legg áherslu á CACI andlitsmótunina. Fyrirtækið CACI er búið að þróa meðferðina í 30 ár og er ég búin að fá 3 ára reynslu í meðferðinni. Hún byggist á því að þjálfa andlitsvöðvana með hljóðbylgju- og loftþrýstitækni til að fjarlægja dauðar húðfrumur og djúphreinsa húðina. Ljósaþerapía og CACI fínulínubaninn. Húðendurnýjun og sýnir samstundis árangur í andliti án þessa að þú þurfir að fara undir hnífinn. Við endum síðan meðferðina á öflugri öldrunarstöðvun með hydratone andlitsmaskanum sem gefur aukinn raka og endurnýjar og lífgar upp á húðina.“

Lesa viðtalið

Read More
maria franklin maria franklin

Aukið sjálfstraust með CACI meðferð

Eftir 8 tíma í CACI húðendurnýjun - Hydro Mask með í ferðalagið

Elínrós er búin með 8 tíma af 12 í CACI húðendurnýjun (90 min) hjá Leila Boutique. Að hennar sögn er húðin orðin mun þéttari og æskuljóminn endurheimtur eftir langan vetur. “Það eru allir að tala um hvað ég líti vel út” segir Elínrós. CACI meðferðin örvar bæði vöðva og húð ásamt því að styrkja bandvef og stuðla að aukinnni kollagen-framleiðslu í húðinni. Hún notaði einnig húðvörur frá CACI sem hún keypti hjá snyrtistofunni. Sérstaklega var hún ánægð með rakamaskann - CACi Hydro Mask - sem hún tók með sér þegar hún var að ferðast.

Fyrir CACI meðferðina


Eftir CACI meðferð

Read More
maria franklin maria franklin

Lífið á Tjarnarstíg

Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að við þurfum að huga að hvað við setjum á húðina ekki síður en hvað við setjum ofan í okkur. Sjálf er Laufey með fallega húð og aðhyllist heildræna meðferð þegar kemur að því að hugsa um húðina.

Viðtal á mbl (pdf format bls. 30)

“Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur og Friðrik Karlsson tónlistarmaður eru par sem eftir er tekið. Þau búa í fallegu húsi á Seltjarnarnesi þar sem hún rekur snyrtistofu og hann hljóðver. Þau taka lífinu með stóískri ró og leyfa sér að þroskast fallega með árunum.”

Read More